Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að gera upp mistök fortíðar.
Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við ákveðum að hætta við að gefa þjóðinni tækifæri til að búa til nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.
Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að koma okkur upp réttlátu kosningakerfi.
Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að búa til nýtt stjórnkerfi um fiskveiðar.
Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að móta nýja umgjörð um nýtingu auðlinda okkar með skynsamlegum hætti.
Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við ákveðum að fara aftur til fortíðar.
Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við gefumst upp við að gera upp gamlar syndir og læsum þær inni til ævarandi óminnis.
Dagurinn í dag gæti líka orðið dagurinn sem við sýnum djörfung og dug og tökum ákvörðun um að við ætlum víst, hvað sem hver segir, að skapa annað og betra samfélag en við komum úr.
Dagurinn í dag gæti boðað nýtt upphaf - eða endi.
Svo fátt eitt sé nefnt.
Dagurinn í dag gæti því orðið býsna merkilegur.
Minni á beina útsendingu frá deginum í dag í sjónvarpi allra landsmanna (ennþá allavega).
Útsending hefst kl. 10:30.