Stórfrétt í þagnargildi

Það hefur lítið farið fyrir stærstu frétt nýliðinnar viku. Ég reyndi að fylgjast með frétta uppgjöri fjölmiðla eins og ég gat en hvergi var minnst á þetta mikilvæga mál.

Þar er ég að tala um nýjustu mælingar Hafrannsóknarstofnunnar á loðnustofninum sem gefa bæði fyrirheit um góða loðnuvertíð og þá ekki síður um aukið fæðuframboð í hafinu fyrir aðra fiskistofna. Kannski finnst engum þetta merkilegt nema okkur á ritstjórn bvg.is?

Það væri furðulegt og til merkis um að jarðsamband fjölmiðla við raunveruleikann sé að rofna – aftur.

Sem mér finnst ótrúlegt.