Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins viðkenndi í viðtali í gær að hagvöxtur hefði orðið hér á landi á nýliðnu ári. Með semingi þó. Reyndar ekki hagvöxtur að hans eigin skapi heldur eitthvað öðruvísi. En hagvöxtur samt. Það má lesa úr viðtalinu við að honum finnist það blóðugt að þurfa að gangast við þessu. Formaður SA telur það hinsvegar vera markmiðið að koma þessum hlutum aftur „ … í það horf sem þeir voru fyrir hrun…“ og það ætti að vera „raunhæft markmið ef rétt er haldið á spilunum.“
Formaðurinn segir einnig að hugsanlega sé það okkar besta fólk sem er að leita atvinnutækifæra í útlöndum. En bara hugsanlega. Formaðurinn útskýrir hinsvegar ekki hverjir eru bestir og hverjir ekki. Hefði þó átt að gera það til að skýra mál sitt betur. Kannski eru hann að meina að það séu bara lúðarnir sem hafa þurft að leita út fyrir landsteinana eftir vinnu í kjölfar hrunsins. Þeir bestu séu þá líklega enn eftir.
Svo verður væntanlega allt gott aftur þegar hlutirnir verða komnir „aftur í það horf sem þeir voru fyrir hrun.“
Eða hvað?