Í byrjun árs vildi þáverandi félagsmálaráðherra ógilda kosningar í nefndir og ráð á vegum Alþingis vegna kynjahalla. Það var auðvitað ekki gert, enda um löglega kosningu að ræða.
Nú hefur Kvenréttindafélag Íslands kært Alþingi vegna kosninga í nefndir og ráð þingsins. Félagið vill að kosningin verði ógild og kosið aftur þar til félaginu líkar niðurstaðan.
Það er allur munur á því þegar annars vegar er kosið og hins vegar skipað í nefndir og ráð. Það er auðvelt að gera breytingar á því þegar skipað er til verka. Annað gildir þegar kosið er, nema þá að ólöglega sé staðið að kosningunni. Niðurstöður kosninga gerir þær ekki ólöglegar.
Kæra Kvenréttindafélags Íslands er því á misskilningi byggð, rétt eins og álit þáverandi félagsmálaráðherra á sama máli.