Petro Poroshenko forseti Úkraínu
Kim Jong UN einræðisherra í Norður Kóreu
Teodoro Obiang Nguema Mbasogo forseti Gíneu
Narendra Modi leiðtogi Gujarat og fyrrverandi forsætisráðherra Indlands
David Cameron fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands
Khalifa Bin Zayed AL Nahyan forseti Sameinuðu Arabísku furstadæmanna
Þessir stjórnmálamenn eru allir sagðir vera minna spilltir en sá Íslendingur sem hæst skorar á spillingarlistanum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipar svo fjórða sæti listans, næst á eftir þeim King Salman Bin Abdulaziz, Vladimir Putin og Nawaz Sharif.
Sjálfum finnst mér að um talsvert vanmat sé að ræða á fulltrúa Íslands á listanum en geri ráð fyrir að litlu hafi munað á efstu fjórum sætunum og fulltrúi Íslands hafi ekki verið langt frá verðlaunasæti.
En þá er bara að spýta í lófanna og gera betur (verr) og slá enn eitt heimsmetið. Kjósendur geta stutt við sinn mann, nú eða bætt fleirum á listann á morgun.
Það rifjast svo upp fyrir mér af þessu tilefni topp 25 listi af sama meiði sem birtur var fyrir nokkrum árum.
En það er önnur saga.