Tveir stjórnarþingmenn standa ekki heilir að baki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og einn ráðherra gerir það með óbragð í munninum.
Í dag var fjármálastefna ríkisstjórnarinnar samþykkt af minnihluta þingsins eða 30 þingmanna af 63 mögulegum. Það er fáheyrt ekki síst þegar um er að ræða jafn stefnumarkandi mál og þetta, mál sem í raun leggur grunn að öllum öðrum málum.
Hvers konar ríkisstjórn er það sem nýtur ekki stuðnings úr eigin röðum?
Hvaða tilgang hefur slík ríkisstjórn og hvað heldur í henni lífinu?