Þetta er algjörlega hárrétt hjá Steingrími J. Sigfússyni og mikilvægt að hafa í huga. Ráðherra hefur enga heimild til að breyta ákvörðunum Alþingis. Samgönguáætlun er háð fyrirvara um fjármögnun en að öðru leyti stendur hún óhögguð þar til þingið breytir henni eða samþykkir nýja.
Þó svo að Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngumála, beri ábyrgð á sínum málaflokki gagnvart þinginu þá er það þannig í reynd að öll ríkisstjórnin ver ákvarðanir einstakra ráðherra, í þessu tilfelli ákvörðun Jóns að breyta í heimildarleysi forgangsröðun samgönguáætlunar Alþingis.
Það eru ekki ellefu ríkisstjórnir í landinu heldur ellefu ráðherrar í einni ríkisstjórn. Ég hef ekki heyrt nokkurn ráðherra andmæla svívirðilegum niðurskurði ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum. Þeir bera allir ábyrgð á þeirri ákvörðun og þar með ríkisstjórnin öll.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Munum það.