Ég hef ekki kynnt mér nýgerðan samning milli útgerðarmanna og sjómanna en vona að hann sé ásættanlegur fyrir báða aðila. Samkvæmt því sem formaður SFS sagði í fjölmiðlum á fimmtudaginn var þá þegar kominn á samningur milli aðila. Sjómenn þyrftu hins vegar að ræða einhver mál við ríkisstjórnina til að loka dæminu.
Möguleg lagasetning á verkfallið var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn og sjávarútvegsráðherra hefur viðurkennt að hafa verið með tilbúið lagafrumvarp þess efnis. Það lítur því út fyrir að ráðherrann hafi á fundi sínum með sjómönnum í gær fært þeim skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að eina aðkoma stjórnarinnar að málinu yrði að setja lög á verkfallið.
Takk fyrir og húrra fyrir því!