Þetta er góð grein í Kjarnanum. Ríkisstjórnir sjálfstæðisflokks, framsóknar og Samfylkingar á árunum fyrir Hrun komu í veg fyrir innleiðingu á nauðsynlegum reglum og lagasetningum til að sporna við aflandseyjabraski. Skattastefna þessara flokka auðveldaði og virkaði beinlínis hvetjandi á einstaklinga og fyrirtæki til að skjóta peningum undan íslenskri lögsögu í skattaskjól víða um heim.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra hefur ekki svarað því hvort hann hafi staðið að skattaskilum í samræmi við lög og reglur eins og honum bar að gera.
Nú er kominn annar forsætisráðherra sem jafnframt er fyrrverandi fjármálaráðherra. Sá var líka í aflandseyjarbraski. Stóð Bjarni að sínum skattaskilum í samræmi við þær reglur sem gilda um slík viðskipti? Skilaði hann þeim gögnum sem hann átti að gera?
Hefur hann verið spurður?
Ef ekki – er þá ekki rétt að spyrja hann?
Mynd: Pressphoto.is