Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, benti á það fyrir skömmu að líklega yrðu nú ekki miklar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra áður en það yrði lögfest. Þingmennirnir, Bjarkey Gunnarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, undirstrikuðu þetta í viðtali á Hringbraut í gær.
Þetta eru ekki ný tíðindi. Ólíkt því sem margir halda taka fjárlagafrumvörp ótrúlega litlum breytingum í meðförum þingsins, sjaldan meira en 1 – 1,5% af áætluðum tekjum og gjöldum. Mest er um smávægilegar breytingar að ræða og tilfærslur á milli einstakra liða en stóra myndin breytist aldrei svo nokkru nemi. Það verður að teljast ólíklegt að breyting verði á að þessu sinni eins þingmennirnir þrír benda réttilega á.
Myndin hér að ofan sýnir breytingar á fjárlögum síðustu sex ára í milljörðum talið miðað við áætlaðar heildartekjur fjárlagafrumvarps næsta árs á hægri ás.
Dálítið furðuleg mynd en segir samt sína sögu í þessu sambandi.