Það getur verið snúið að átta sig á menntun þingmanna. Opinberar upplýsingar um menntun nokkurra þeirra eru af skornum skammti og síðan eru margir þeirra með fjölbreytt nám að baki sem gerir erfiðara en ella að skipa þeim á einn sérstakan stað.
En …
Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og má m.a. finna á heimasíðu Alþingis og víðar er þetta samt nokkurn veginn svona:
Flestir þingmenn eru með lögfræðipróf eða 14 alls. Næst á eftir koma kennaramenntaðir, samtals 8 og þar á eftir 6 þingmenn með viðskiptafræðimenntun.
Þetta er talsverð breyting frá því sem var á fyrra kjörtímabili þegar kennarar voru um fimmtungur þingmanna, lögfræðingar þar á eftir og síðan viðskiptamenntaðir þingmenn.
Ítreka fyrirvara á nákvæmni upplýsinga enda er þetta nú meira til gamans gert en hitt.