Ákvörðun kjararáðs um laun embættismanna og þingmanna endurspeglar launaþróun hjá hæst launuðustu embættismönnum landsins. Ákvörðunin er að því leytinu til rökrétt. Hún er hins vegar í engu samræmi við launaþróun annarra stétta, t.d. kennara.
Það er varasamt að ætla að tengja ákvörðun kjararáðs við launabaráttu kennara eins og borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins gerir. En furðulegra er þó innlegg þingmanns Pírata sem er á jaðri pólitísks lýðskrums.
Ákvörðun kjararáðs breytir engu um kjör kennara, þau munu hvorki batna né versna þó úrskurði kjararáðs verði breytt eða hann standi óbreyttur. Launin og starfskjör kennara eru einfaldlega óviðunandi. Þau þarf að bæta óháð því hver kjör embættismanna eru hverju sinni. Ákvörðun kjararáðs og kjör kennara eru tvö aðskilin mál sem ekki á að blanda saman.
Svo einfalt er nú það.