Það er ekki öllum gefið að vera farsæll í starfi og það gerist heldur ekki af sjálfu sér. Trausti Egilsson skipstjóri er dæmi um mann sem á farsælan feril að baki sem skipstjóri og fiskimaður. Sem skipstjóri hefur hann stýrt skipi og stjórnað áhöfn þannig að eftir hefur verið tekið af þeim sem fylgst hafa með. Sem fiskimaður hefur hann skilað áhöfn og útgerð sem og þjóðarbúinu öllu miklum tekjum á ferli sínum.
Það er ótrúlegt hvað starf skipstjóra er lítils metið utan greinarinnar. Þeir eiga oftar en ekki erfitt með að fá störf í landi og reynsla þeirra er ekki hátt metin á vinnumarkaðinum. Virðist engu breyta þó þeir hafi haft mannaforráð, stýrt stórum vinnustað, axlað ábyrgð á skipum og áhöfnum og skapað mikil verðmæti. Þeir skora sjaldan hátt á vinnumarkaðinum í landi.
Hvernig ætli standi á því?
Mynd: Heimasíða útgerðar