Nokkrar staðreyndir um lán Seðlabankans til Kaupþings

Eftirfarandi staðreyndir liggja fyrir um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008:

1.     Lánið nam 500 milljónum evra (85 mia.kr. á þávirði) sem var hátt í allur gjaldeyrisvaraforði landsins á þeim tíma.
2.     Lánið var veitt til fjögurra daga en samt sem áður ekki gert ráð fyrir að það fengist greitt.
3.     Lánið var greitt inn á reikning Kaupþings í Deutsche Bank Frankfurt í evrum í þremur hlutum, 200.000.000, 85.000.000 og 215.000.000.
4.     Ekki er enn vitað að fullu hvernig láninu var ráðstafað af hálfu Kaupþings.
5.     Lánveitingin var ekki samþykkt af bankastjórn Seðlabankans.
6.     Engir lánasamningar voru gerðir á milli Seðlabankans og Kaupþings um lánið.
7.     Ekkert mat var lagt á veðið sem boðið var fyrir láninu.
8.     Allar lánareglur Seðlabanka Íslands voru þverbrotnar við lánveitinguna.

Enn er eftirfarandi grundvallarspurningum ósvarað um þetta stærsta eftirmál Hrunsins:

1.     Hvers vegna var lánið veitt?
2.     Hver eða hverjir tóku ákvörðun um lánveitinguna?
3.     Hvað varð um peningana?

Þeir sem geta svarað þessum spurningum eru:

1.     Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans, sem ber ábyrgð á lánveitingunni.
2.     Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra Íslands í Washington, sem var hafður með í ráðum um lánveitinguna.
3.     Aðrir ráðherrar ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.

 

 

Comments

Sverrir Hjaltason's picture

Þessi svör þurfa að koma en líka þarf að koma skýring á hversvegna ekki var sett þak á tryggingu inneigna. Það gerði nefnilega ríkasta fólki landsins færi á að sleppa ódýrt frá bankahruninu að ekki sé talað um færið sem það hugsanlega hafði á mánudeginum eftir að lekinn barst inn í Engeyjarættina.