Sjómenn hafa verið samningslausir í sex ár. Það er langur tími. Nú hafa þeir samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall verði ekki samið við þá fyrir 10. nóvember, eftir rétt rúmar þrjár vikur. Vonandi kemur ekki til þess. Vonandi sjá útgerðarmenn sér hag í því að semja nú loksins við sjómenn og koma þar með í veg fyrir að flotanum verði siglt í land í verkfall sem hefði ekki auðveldað samninga.
Langlundargeð sjómanna er á þrotum.