Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins segist hafa mjög miklar áhyggjur af stjórnarmyndun í haust. Hann segist alltaf muni velja tveggja flokka stjórn umfram ríkisstjórn fleiri flokka. „Þetta snýst um stöðugleika“ segir formaður sjálfstæðisflokksins.
Á þetta tveggja-flokka-stöðugleika-tal við einhver rök að styðjast?
Í ársbyrjun 2009 baðst Geir H Haarde lausnar fyrir tveggja flokka stjórn sína með Samfylkingunni. Sú ríkisstjórn tórði í 18 mánuði.
Í apríl 2016 féll tveggja flokka ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknar undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sú ríkisstjórn hélt út í þrjú ár.
Tveggja flokka ríkisstjórn sömu flokka undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar sem mun ljúka sínu tímabili í lok október. Sú ríkisstjórn lafði rúma fimm mánuði.
Engin af síðustu þrem tveggja flokka ríkisstjórnum sjálfstæðisflokksins hefur klárað eitt kjörtímabil. Þær hafa allar fallið. Það er nú allur stöðugleikinn!
Ég tel að það gæti verið hollt og gott fyrir stjórnmálin og stjórnmálamenn að taka höndum saman um fjölflokka ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ríkisstjórn sem þarf að ræða sig til lausna á málum og veður ekki yfir Alþingið á skítugum pólitískum bomsum í krafti meirihluta tveggja einsleitra flokka.
Það er lítil innistæði fyrir tveggja flokka stöðugleikanum.