Guðlaugur Þór er mesti survivor íslenskra stjórnmála í dag

Guðlaugur Þór Þórðarson er án nokkurs vafa sigurvegarinn í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það leit svo sannarlega ekki vel út með pólitíska framtíð Guðlaugs Þórs í kjölfar Hrunsins þegar upp komst um styrkjamál sjálfstæðisflokksins og hans eigin sömuleiðis. Hann var trausti rúinn og flestir töldu hann á útleið úr stjórnmálum.
En …
Það má Guðlaugur Þór eiga að hann hefur spilað vel úr sínu, valið réttu slagina og verið öflugur málsvari sjálfstæðisflokksins á Alþingi í mörgum stórum málum. Auðvitað naut Guðlaugur Þór þess að þurfa ekki að glíma við sterka andstæðinga í prófkjörinu en það breytir því samt ekki að sigur hans er stór og hann hefur uppskorið líkt og hann sáði til. Hann er nú leiðtogi flokksins í Reykjavík og ráðherraefni flokksins.
Hann er mesti survivor íslenskra stjórnmála í dag.

 

Mynd: Pressphoto.biz