Um hvað er konan að tala?
Hvað var rangt við fréttaflutninginn af Wintris- máli forsætisráðherrahjónanna?
Var það rangt að þau geymdu peningana sína á Tortóla?
Var það rangt að þau héldu því leyndu?
Var það rangt að forsætisráðherrann reyndi að ljúga sig út úr viðtalinu fræga?
Var það rangt að forsætisráðherra upplýsti ekki um Tortólareikninga sína?
Var það rangt að það var ekki fyrr en að fréttamenn komust að Tortólatengslum þeirra hjóna að þau fyrst ákváðu að segja frá þeim?
Var það rangt að þau sögðu þá ekki satt og rétt frá?
Var það rangt að eiginkona forsætisráðherra var kröfuhafi í bankana?
Var það rangt að hún hélt því leyndu að hún væri kröfuhafi í bankana?
Ætli það hafi aldrei hvarflað að þeim hjónum að sýna auðmýkt vegna þessa máls, jafnvel að biðja þjóðina afsökunar á framgöngu sinni vegna Tortólaævintýrisins?
Hvað er eiginlega að þessu fólki?