Það er rétt sem fram kemur í Kjarnanum að framboð Þorsteins Víglundssonar fyrir hönd Viðreisnar er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að með því er staðfestur einn mesti klofningur sem orðið hefur í sjálfstæðisflokknum, er þó af nægu að taka í þeim efnum. Fram að þessu var það nánast óhugsandi að talsmenn atvinnurekenda fylgdu öðrum flokki að málum, að ekki sé talað um að þeir lýstu yfir andstöðu við meginstefnu sjálfstæðisflokksins. Það hefur Þorsteinn Víglundsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SA, nú gert með því að ganga til liðs við stjórnmálaflokk sem talar fyrir inngöngu Íslands í ESB og ísköldum markaðslausnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum svo dæmi séu tekin.
Bakland sjálfstæðisflokksins er að hálfu horfið með framboði Þorsteins Víglundssonar. Eftir stendur harðasti kjarni Viðskiptaráðs og útgerðin.
Bjarna Benediktssyni hefur með framgöngu sinni í mörgum mikilvægum málum og í samstarfi við framsóknarflokkinn tekist að kljúfa sjálfstæðisflokkinn í herðar niður.
Það má þakka honum fyrir það.