Húsavík/Norðurþing fór illa út úr góðæristímabilinu svokallaða líkt og mörg önnur svæði á landsbyggðunum. Opinberum störfum fækkaði, samdráttur varð í stórum burðaratvinnugreinum líkt og sjávarútvegi og íbúum fækkaði. Stjórnmálamenn gáfu ítrekuð sver loforð um risaframkvæmdir sem færa átti allt til betri vegar. En allt voru það innistæðulaus orð og efndir engar.
Nú er staðan önnur.
Það er afar ánægjulegt að sjá þann mikla viðsnúning sem orðið hefur á svæðinu, sér í lagi á Húsavík og nánasta umhverfi. Því má ekki síst þakka heimamönnum sem hafa nýtt sér vel þá aukningu sem orðið hefur á ferðamönnum til atvinnusköpunar. Iðnaðaruppbygging á Bakka hefur síðan hleypt nýju lífi í atvinnumálin í Norðurþingi og samhliða öðrum jákvæðum málum aukið á bjartsýni íbúa svæðisins á framtíðina. Þar skipti mestu máli að við völd voru stjórnmálamenn sem höfðu aðra sýn á möguleika til atvinnuuppbyggingar á svæðinu en áður og skilning á þörfum íbúa.
Það þurfti vinstristjórn til að snúa við blaðinu í Norðurþingi eins og á við um svo margt annað.