Í sameiginlegu viðtali forsætisráðherra hjónanna við sjálf sig kemur eftirfarandi fram:
1. Að mati forsætisráðherrahjónanna eru Bresku jómfrúareyjar ekki skattaskjóls land (ólíkt Svíþjóð) og félag þeirra Wintris Inc því ekki „aflandsfélag í hefðbundnum skilningi“. Það er ekki skýrt frekar hvað átt er við.
2. Forsætisráðherrann taldi og telur enn að það hafi verið siðferðilega rangt af sér að upplýsa um aðkomu sína að Tortólafélaginu Wintris Inc og hagsmuni því tengdu. Allt frá frá því hann hóf þátttöku í stjórmálum í ársbyrjun 2009 til dagsins í dag fannst honum rétt að halda því leyndu og hefði haldið því þannig áfram ef fjölmiðlar hefðu ekki farið að spyrjast fyrir.
3. Forsætisráðherra telur það orka tvímælis að þingmenn og ráðherra geri opinberlega grein fyrir hagsmunum sínum, fjárhagslegum sem öðrum.
Þetta er í rauninni það sem skiptir máli úr samtali þeirra hjóna. Allt annað er meira og minna út úr kú og vekur upp fleiri spurningar en svör.
Þau telja sig ekki hafa gert neitt rangt og forsætisráðherra telur sig hafa uppfyllt allar skrifaðar sem óformlegar siðferðilegar skyldur sem honum ber að uppfylla stöðu sinnar vegna og honum hafi aldrei borið og beri ekki enn nokkur skylda að upplýsa um persónulega hagsmuni sína, fjárhagslega sem aðra.
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata hefur sagt að vegna þessa máls sé það í raun óhugsandi að forsætisráðherra sitji áfram í embætti. Ég er sammála því.
En það er undir tvennu komið.
a) stjórnarandstöðunni með vantraust yfirlýsingu
b) sjálfstæðisflokknum
Næstu dagar og vikur munu skera úr um trúverðugleika okkar sem þjóðar.
Ráðherrar og stólar þeirra eru aukaatriði.
Málið er stærra en svo.