Sannur hugsjónamaður

Undirbúningur að byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði var eitt af mörgum ánægjulegum verkefnum sem ég kom að sem þingmaður á síðasta kjörtímabili. Bygging nýs fangelsis var löngu tímabær og reyndar ótrúlegt að ekki hafi verið hafist handa fyrr en vorið 2013, hálfri öld frá því að byrjað var að ræða um nauðsyn slíkrar byggingar.
Páll Winkel fangelsismálastjóri er einnminnisstæðasti gestur  sem kom á fundi fjárlaganefndar á þessum tíma. Brennandi áhugi hans á fangelsismálum og málefnum fanga almennt var sannur og augljóst öllum sem á hann hlýddu að þar var hugsjónamaður á ferð. Sömu sögu var að segja um Ögmund Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, sem var og er einlægur og ákafur (stundum  of fannst sumum!) talsmaður þess að byggt yrði nýtt fangelsi og fylgdi því eftir til enda. Þeim tveimur, Ögmundi Jónassyni og Páli Winkel, má að öðrum ólöstuðum þakka að nú styttist í að nýtt fangelsi verði tekið í notkun.
Og þó fyrr hefði verið.