Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður sjálfstæðisflokksins segir málefni forsætisráðherra vegna Tortólufélagsins vera óþægilegt fyrir sjálfstæðisflokkinn. Reyndar mjög óþægilegt. Sem er nú ekki gott.
Forsætisráðherra framsóknarflokksins situr í stjórnarráðinu á ábyrgð sjálfstæðisflokksins. Það er því val fyrir sjálfstæðisflokkinn að losna undan óþægindunum – nú eða sætta sig við þau.
Annars er þetta mál stærra en svo að kusk á hvítflibba sjálfstæðisflokksins eigi að ráða örlögum þess.