Það er eins og við lærum aldrei neitt

Íslenska ríkið á Landsbankann og Íslandsbanka með húð og hári. Það þykir ekki ólíklegt að sá þriðji, Arion banki, verði einnig kominn í hendur ríkisins innan skamms. Aldrei sem nú hefur skapast jafn gott færi á að endurskipuleggja starfsemi fjármálastofnana á Íslandi. Flestir stjórnmálaflokkar hafa ályktað í þá veru að einn af ríkisbönkunum verði það sem kallað er samfélagsbanki, rekinn í anda sparisjóðanna sem féllu í Hruninu og hafi að hluta til önnur markmið en hefðbundnir bankar. Um þetta má m.a. lesa í ályktunum Vinstri grænna og framsóknarflokksins og forystufólk Samfylkingarinnar hefur tekið undir þær hugmyndir.
Þrátt fyrir það er leynt og ljóst stefnt að því að selja bankana ýmist í heilu lagi eða í pörtum og stilla öllu upp líkt og það áður var.
Það er eins og við lærum aldrei neitt.

Mynd: PressPhotos.biz