Er pláss fyrir rasista í þingflokki sjálfstæðisflokksins?

Auðvitað er Ásmundur Friðriksson rasisti og hann á fullan rétt á því að vera sá rasisti sem hann er og virðist stoltur af líkt og fleiri. Enginn getur bannað honum það. Það er heldur ekki hægt að meina honum að tjá rasískar skoðanir sínar opinberlega í fjölmiðlum. Enn síður er hægt að banna honum að halda uppi rasískum áróðri úr ræðustól Alþingis þar sem hann talar í skjóli sjálfstæðisflokksins og í umboði kjósenda flokksins. Ekkert af þessu er hægt að koma í veg fyrir. Þannig virkar bara lýðræðið.
En hvað finnst forystusveit sjálfstæðisflokksins um framgöngu Ásmundar í málefnum flóttamanna og hælisleitenda? Er hann að tala fyrir hönd þingflokksins? Hvað segir formaður þingflokksins um það? Hvað finnst formanni flokksins og varaformanni um málflutning Ásmundar? Eru þau sammála honum um að það þurfi að taka umræðuna frá sjónarhóli rasistans Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns sjálfstæðisflokksins?
Forysta framsóknarflokksins þagði í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosningar á meðan frambjóðendur flokksins í Reykjavík höluðu inn atkvæði rasískra kjósenda sem skiluðu flokknum tveim borgarfulltrúum.
Ætlar forystufólk sjálfstæðisflokksins að gera það sama núna?
​Ætla þau að láta framgöngu Ásmundar afskiptalausa?
​Er pláss fyrir rasista í þingflokki sjálfstæðisflokksins?