Þess vegna er hann vondur forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er maður sundrungar og átaka. Þannig hagaði hann sínum pólitísku málum í stjórnarandstöðu og hefur haldið því áfram eftir það. Um þetta má nefna ótal dæmi, nú síðast um framgöngu ráðherrans gagnvart Háskóla Íslands þar sem hann leggur mest upp úr því að hæðast að fólki sem ekki er honum sammála, draga það í dilka og etja saman hópum og landshlutum. Hann gerir í raun allt öfugt við það sem almenningur kallaði eftir af stjórnmálamönnum í kjölfar Hrunsins. Í stað þess að rökræða, sameina og leita lausna ræðst hann að þeim sem ekki fylgja honum að málum, elur á sundrungu og óeiningu og neitar að ræða mál til lausnar.
Meðal annars þess vegna er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vondur forsætisráðherra sem nauðsynlegt er að losna við sem allra fyrst.