Það má auðveldlega færa rök fyrir því að spilling sé órjúfanleg íslenskum stjórnmálum. Þetta tvennt virðist ekki aðeins fara saman heldur nærist það hvort á öðru. Óteljandi dæmi eru um pólitíska spillingu langt aftur í tímann og til dagsins í dag. Ég nenni ekki að taka til sérstök dæmi nema þá það nýjasta. Það vita allir um hvað verið er að ræða.
En þetta þarf ekki að vera svona og það er hægt að breyta þessu. Það sýndi sig á kjörtímabili vinstriflokkanna eftir Hrun. Engin dæmi um spillingu, misnotkun valds, frænd- eða flokkshygli frá þeim tíma. Fyrir þann tíma og eftir hafa íslensk stjórnmál hins vegar verið gegnumboruð af spillingu.
Spilling á Íslandi er flokksbundin og flokksholl. Hún þrífst nánast eingöngu hjá hægriflokkunum sem lengst af hafa verið við völd.
Því má hæglega breyta.
Ef fólk vill.