Auðvitað vissi Landsbankinn hvað stóð fyrir dyrum áður en bankinn seldi hlut sinn í Borgun bak við luktar dyr.
Nema hvað?
Auðvitað vissu kaupendurnir hvað var í húfi fyrir þá að ná þessum hlut til sín áður en aðrir kæmust í það.
Nema hvað?
En það þurfti að draga þessar játningar upp úr stjórnendum bankans með töngum. Þeir hefðu annars þagað.
Umfjöllun og eftirfylgni fréttamanna Kjarnans um Borgunarmálið allt frá fyrsta degi undirstrikar mikilvægi gagnrýnna og óháðra fjölmiðla. Án fjölmiðla eins og Kjarnans fær almenningur aðeins upplýsingar um það sem stjórnvöld og bankastjórar vilja að almenningur verði upplýstur um hverju sinni.
Sem betur fer höfum við Kjarnann með almenningi.