Ég fer afar sjaldan á stóra jólatónleika. Finnst lítið jólalegt við þá. Ég fer hins vegar gjarnan á tónleika í kirkju til að reyna að fanga stemningu jólanna. Árum saman hef ég farið á jólatónleika Hymnodiu í Akureyrarkirkju og veit fátt betur til þess fallið að komast í jólaskap og finna fyrir hátíðleika jólanna.
Jólatónleikar Hymnodiu í ár fyrir fullri kirkju í kvöld voru einstaklega fallegir og jólalegir. Kórinn söng ásamt Jóni Þorsteinssyni einsöngvara, jafnt nú frumsamin lög og ljóð sem og eldri og þekktari jólalög. Það var sannarlega jólastemning í Akureyrarkirkju í kvöld og þá ekki síður þegar gengið var úr kirkjunni út í kyrrlátt kvöldið hér nyrðra.
Bestu þakkir fyrir frábæra tónleika, Hymnodia!