Furðuleg viðbrögð þingmanns

 Í gær vitnaði ég til skrifa Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns sjálfstæðisflokksins, þar sem hann segist hafa fengið frí á Alþingi til að sinna bókaútgáfu sinni og að hann sé þakklátur þeim sem veittu honum fríið. Þingmaðurinn bregst við með þessum hætti.
Það sem mér leikur hins vegar forvitni á að vita er hver eða hverjir gáfu þingmanninum frí frá störfum, hvert þingmenn sækja um þannig frí og hvort þetta hafi verið launalaust frí hjá þingmanninum. Ásmundur Friðriksson þarf auðvitað ekkert að svara þessum vangaveltum mínum frekar en hann vill enda beindi ég engum spurningum til hans um það né annað.
Hvort ég er  óþverri eða ekki að mati þingmannsins er alveg utan og ofan við málið og í raun furðuleg viðbrögð af hálfu þingmannsins.
Og þó ...