Fyrir neðan allar hellur

 Stjórnvöld halda uppi undarlegu samtali við þjóðina þessa dagana, svo ekki sé nú meira sagt.
Formaður fjárlaganefndar hefur farið fyrir þingliði hægriflokkanna með ótrúlegum hroka gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun á lífinu en hún.
Innanríkisráðherra lítur á sig sjálfa sem fórnarlamb í málefnum flóttamanna og segir að sér hafi „... alltaf þótt það að þegar kemur andlit á þetta fólk þá verður þetta svo óskaplega erfitt.“
Forsætisráðherra ræðst af offorsi og fólsku á gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar með uppnefnum og óhróðri.
Það er af nógu að taka þegar kemur að samskiptum stjórnvalda við almenning.
Samtal þeirra við þjóðina er fyrir neðan allar hellur.