Sagt er að Grímur Atlason sé 45 ára í dag. Ég las viðtal í tímariti um borð í Icelandair flugvél á dögunum við Grím um Iceland Airwaves þar sem hann hefur verið í framvarðasveit. Viðtalið var reyndar fimm síðum of stutt enda af nægu að taka. Grímur hefur lyft grettistaki í tónlistarlífi landsins á undanförnum árum og á fyrir það heiður skilið. Framlag Gríms og annarra af hans kaliberi verður seint metið að fullu. Án slíkra væri íslenskt tónlistarlíf heldur fátæklegt.
Við spiluðum einu sinni saman, ég, Grímur og Kristinn Schram. Það var eftirminnilegt, fyrir okkar þrjá. En greinilega ekki aðra. Það er ekki einu sinni til mynd af því. Kannski eigum við eftir að spila saman aftur. Hver veit?
Lengi lifi Grímur Atlason!