Sú „frétt“ fór fram hjá mér að nýr ritari sjálfstæðisflokksins hafi fyrir skömmu nýtt sér póstþjónustu til að verða sér úti um brennivín og látið sem um nýjung væri að ræða.
Það er nú öðru nær.
Það er ekki nýtt fyrir okkur sem komin erum á miðjan aldur eða svo að hægt sé að láta senda sér brennivín með póstinum. Reyndar var þetta áratugum saman eina leiðin fyrir íbúa landsbyggðanna til að verða sér úti um vín, þ.e. að láta senda það með póstinum og leysa kröfuna síðan út á næsta pósthúsi. Það var reyndar engin hraðþjónusta, hvað þá heimsending og biðin eftir kröfunni var stundum löng.
En hún kom á endanum.