Allar hugmyndir stjórnvalda um bætur í húsnæðismálum snúast um að laga þau að íslenskum veruleika, þ.e. verðtryggingu, háum vöxtum og reglulegum efnahagslegum kollsteypum. Úr þeim jarðvegi verða m.a. til hugmyndir um að slaka á byggingarreglugerðum og gefa afslátt af öryggi íbúa. Iðnaðarráðherra sagði t.d. um þau mál á fundi um húsnæðismál fyrir skömmu að það ætti engum að koma við hvernig fólk vildi haga tækjamálum í húsnæði sínu, svo framarlega sem útgönguleiðir væru tryggar ef eldur kviknaði. Húsnæðismálaráðherra dreymir um að ungt fólk geti komist í ódýrt, geymslulaust húsnæðimeð afslætti af reglugerðum, (helst af öllu þó í gáma) og hefur sömuleiðis verið með afar skapandi útreikninga á því hvernig lækka megi byggingarkostnað.
Húsnæðisvandinn er hvorki bundinn við byggingarreglugerð né skapandi prósentureikninga heldur þann ískalda veruleika að það verður alltaf hræðilega dýrt að kaupa eða byggja mannsæmandi hús á Íslandi á meðan við kjósum að búa í efnahagslegri einangrun.
Þann vanda er ekki einu sinni verið að reyna að leysa.