Þau eru ógn við samfélagið

 Sumir stjórnmálamenn hika ekki við að misnota vald sitt og aðstöðu komist þeir í færi við það. Nýlegt dæmi um það er Ásmundur Friðriksson, þingmaður sjálfstæðisflokksins. Honum finnst ekkert óeðlilegt við að nota ræðustól Alþingis til að hvetja almenning til að sniðganga fyrirtæki sem honum líkar ekki við. Fyrir ekki löngu hvatti annar þingmaður hægrimanna fyrirtæki til að sniðganga annað fyrirtæki í hefndarskyni fyrir pólitíska gagnrýni.
Báðir þessir þingmenn tilheyra  flokkum á hægri væng stjórnmálanna og segjast í orði standa fyrir einhverri tegund frelsis og lítilla pólitískra afskipta af atvinnulífinu.
Bæði eru þau ógn við samfélagið eins og allir sem kunna ekki að fara með vald sem þeim er falið að fara með.
Þau eru hættulegir pólitískir kjánar.