Ég man enn hvað þögnin var djúp á Flateyri eftir snjóflóðið. Jafnvel nokkrum dögum síðar hvísluðust menn á við hreinsunarstörfin, ef þá eitthvað var sagt yfir höfuð. Ég drakk kaffi með Einari Oddi í frystihúsinu sem sagði ekki mikið, þurfti þess ekki. Ég spjallaði við Eirík Finn Greipsson á meðan við hjálpuðum honum við hreinsunarstörf við húsið hans. Það er minnisstætt.