Landsbankinn verður einkavæddur

Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. (Álytun flokksþings framsóknarflokksins 2015 bls. 4)

Bankasýslan í umboði formanns sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra auglýsir nú eftir starfsmanni til að selja Landsbankann. Fjármálaráðherra gerir ekkert með ályktanir framsóknarflokksins eða yfirlýsingar forystufólks framsóknarflokksins í aðra veru. Það er litið á þetta sem hvert annað orðagjálfur. Sem það er.
Ríkisstjórn undir forystu framsóknarmanna ætlar sér að einkavæða Landsbankann og láta samþykktir almennra flokksmanna framsóknarflokksins sem vind um eyru þjóta.
Darraðardansinn er hafinn að nýju.