Nákvæmlega rétt

 Þetta er fullkomlega rétt hjá Samtökum atvinnulífsins. Hallalaus fjárlög allt frá árinu 2013 má að stærstum hluta þakka skattkerfisbreytingum vinstristjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Við sem að þeim stóðum vissum líka að stærstu áhrifanna af þeim breytingum myndi fyrst gæta að fullu eftir að kjörtímabili vinstristjórnarinnar lyki. Það gerist einfaldlega vegna þess að þegar skattstofnar vaxa skilar gott og sanngjarnt skattkerfi meiri tekjum en annars.
Skattkerfisbreytingar okkar vinstrimanna miðuðust að tvennu, annars vegar til tekjuöflunar og hins vegar til jöfnunar í samfélaginu. Hvort tveggja tókst betur en á horfðist í fyrstu eins og m.a. má sjá á vef Samtaka atvinnulífsins.
Það vonda er að hægrimenn eru nú í óðaönn að eyðileggja skattkerfið að nýju og laga það að þörfum fyrirtækja og efnafólks rétt eins og þeir gerðu fyrir Hrun.
En það á ekki að koma neinum á óvart.
Eða hvað?