Þeir eru alltaf að hugsa um heimilin, strákarnir

Vaxtahækkun Seðlabankans er afleiðing vondra efnahagslegra ákvarðana. Stóra millifærslan, hækkun matarskatts sem velt hefur verið út í vöruverð, verri horfur með hagvöxt, minni fjárfesting er nú allt að skella á heimilunum í landinu í formi hærri verðbólgu og hækkandi vaxta. Þökk sé snillingunum í stjórnarráðinu. Þegar ofan á þetta síðan bætast launahækkanir umfram vöxt efnahagsins og margs konar dæmalaust klúður stjórnvalda á ýmsum sviðum (utanríkismál sem dæmi) versna horfur enn frekar með áframhaldandi vaxtahækkunum og aukinni verðbólgu.
Þeir standa sig vel, strákarnir.
Alltaf að hugsa um heimilin.