Árið 2009 beittu sjálfstæðismenn málþófi til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni sem þeim tókst að gera.
Árið 2013 beittu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn málþófi til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Það tókst þeim líka.
Hægriflokkarnir fóru fram með offorsi til að koma í veg fyrir lýðræðisumbætur.
Árið 2015 beittu vinstriflokkarnir málþófi m.a. til að koma í veg fyrir frekari einkavæðingu á auðlindum sjávar, til að stöðva virkjanaáform á viðkvæmum svæðum, koma í veg fyrir lokun Þróunarsamvinnustofnunar og til að koma í veg fyrir einkavæðingu fjármálafyrirtækja.
Vinstriflokkarnir vörðu með þessum hætti almannahagsmuni gegn sérhagsmunum.
Svo tala menn um fjórflokkinn í þeirri merkingu að allir flokkar á þingi séu eins.
Þvílík fjarstæða!