Þau ættu að skammast sín

Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra eru megin niðurstöður stóru millifærslunnar sem hér segir:

  1. Tekjuhæstu hóparnir fengu mest greidd inn á lánin sín
  2. Næst tekjulægsti hópurinn fékk minnst allra
  3. Skuldarar á höfuðborgarsvæðinu fengu mun meira en skuldarar á landsbyggðunum

Meginniðurstaða af aðgerðinni sem veitir fólki skattaafslátt gegn því að greiða húsnæðisskuldir með eigin sparnaði var sem hér segir:

  1. Tekjuhæsti hópurinn og sá sem getur sparað mest fékk svo til allan afsláttinn

Samkvæmt þessu færðu hægriflokkarnir skatttekjur úr ríkissjóði frá tekjulægsta hópi skattgreiðenda til tekjuhæsta hóps skuldara og fluttu að auki peninga frá landsbyggðunum til höfuðborgarsvæðisins. Skýrslan sýnir glögglega að stóra millifærslan var ófélagsleg aðgerð sem hefur aukið ójöfnuð í landinu á kostnað tekjulágs fólks og landsbyggðanna.
Skýrsla fjármálaráðherra er áfellisdómur fyrir ríkisstjórnina og þinglið hennar og mun verða þeim öllum til ævarandi skammar.
Ef þau kunna þá að skammast sín.