Á síðasta kjörtímabili voru samþykkt lög um veiðigjöld sem taka áttu mið af afkomu sjávarútvegsins hverju sinni. Sem sagt auðlindagjald.
Eitt af fyrstu verkum hægristjórnarinnar var að nema þau lög úr gildi og miða gjöldin við afkomu hvers og eins fyrirtækis – eða bara eitthvað annað.
Nú er það háð mati stjórnmálamanna hverju sinni hve há gjöldin eru sem sýnir betur en flest annað hversu arfavitlaus ákvörðun það var að kippa lögum um veiðigjöld úr sambandi sumarið 2013.
Okkur á einfaldlega ekkert að koma það við hvað Jónum Gunnarssonum og Kristjánum Möllerum þessa þings eða annarra finnst eða finnst ekki að veiðigjöld eigi að vera hverju sinni. Þau eiga að vera hlutfall af afkomu sjávarútvegsins og eigandi auðlindarinnar á rétt á að fá sinn skerf af afrakstrinum í sinn hlut.
Punktur.