Framsóknarmönnum er tíðrætt um kjarkleysi þingmanna og embættismanna. Þorsteinn Sæmundsson virðist t.d. ekki átta sig á því frekar en margir aðrir að vextir ráðast að stórum hluta af trúðverðugleika efnahagsstefnu stjórnvalda og mati lánveitenda á framtíðarhorfum í efnahagsmálum. Þannig virka vextir oft eins og mælir á efnahagsstjórn og í nútíð og nánustu framtíð. Vextir og vaxtastig eru því ekki orsök slæms efnahags heldur afleiðing af slæmri stjórn og vondum horfum.
Þetta skilja flestir. Þó ekki allir.
Stundum þarf smá kjark til að horfast í augu við lífið eins og það er.
Þann kjark hafa ekki allir.
Eins og dæmin sýna.