Það er aldrei rétti tíminn til að bæta og efla heilbrigðiskerfið að mati hægrimanna. Landspítalinn kom gjaldþrota út úr góðærinu, hann átti hvorki fyrir launum né lyfjum. Þannig skilaði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra, flaggskipi íslenska heilbrigðiskerfisins til okkar. Nú lýsir forstjóri Landspítalans því yfir að heilbrigðiskerfið hafi fallið niður um flokk undir stjórn hægriflokkanna. Það er beinlínis hætta á að það molni niður innan frá. Heilbrigðisstarfsfólk segir upp störfum og hyggst ýmist snúa sér að öðru eða flytja úr landi. Allt þetta sá fyrrverandi forstjóri spítalans fyrir og sagði upp störfum þegar honum var gert ljóst af heilbrigðisráðherra að það væri ákveðin stefna stjórnvalda að keyra Landspítalann í þrot. Öfgahægrimenn í stjórnarflokkunum hafa svo náð að berja það í gegn að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður og skerða framlög til þróunarmála til fátækustu landa heims.
Landinu er stjórnað af hryllilegri hægristjórn sem hefur það yfirlýsta markmið að eyðileggja opinbera heilbrigðiskerfið og moka peningum í auðugasta hóp landsins á kostnað fátækasta fólks heims.
Það er þyngra en tárum taki.