Hvenær er nóg nóg?

Stjórnarliðar reyndu að telja fólki í trú um að þeir hefðu slegið enn eitt heimsmetið með því auka fjárframlög til heilbrigðiskerfisins á fjárlögum ársins. Sérstaklega var þó Landspítalinn sjálfur sagður vera í miklum forgangi. Þau reyndar tala um heilbrigðiskerfið sem „ríkisbákn“ sem „kalli stöðugt eftir meira og meira“ af fólkinu í landinu. Aðspurð hvort þetta væri nóg til rekstrar, var svarað með þjósti: „Hvenær er nóg nóg?“.
Nú þegar árið er tæplega hálfnað hefur þeim tekist að tæta Landspítalann meira og minna í sundur og alvarlega veikt fólk fær ekki lengur lyf þar sem peningarnir eru búnir. Ríkisbáknið er líkast til búið að fá nóg að mati þingliðs og ríkisstjórnarflokkanna. Það má héðan frá étið það sem úti frýs.
En hvenær fær þjóðin nóg af þessu liði?
Hvenær er nóg orðið nóg af svona vondri ríkisstjórn?