Það getur verið erfitt að sanna magabólgur á menn. Ég veit allt um það. Mér varð einu sinni á að opinbera grun minn um að Jón Gunnarsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, væri með magabólgur í þingsal. Það voru mikil mistök hjá mér. Bað ég Jón síðan afsökunar á öllu saman. Þingflokkar hægriflokkanna funduðu svo um málið og fannst afsökunarbeiðni mín ekki nógu einlæg. Í refsingarskyni ákváðu þingmenn flokkanna síðan að hunsa mig í umræðum á Alþingi. Það var lítil hefnd í því fannst mér. Nokkrir þingmenn sjálfstæðisflokksins gerðu svo grín að mér í laumi og sögðu mig hafa farið mannavillt. Bólgurnar hefðu tilheyrt öðrum þingmanni flokksins.
Hvað um það þá lærði ég tvennt af þessu:
Í fyrsta lagi á maður helst ekki að opinbera hugsanir sínar í þessa veru nema maður geti staðið við þær.
Í öðru lagi er ekkert endilega víst að Jón Gunnarsson sé með magabólgur, þótt hann líti stundum út fyrir það.