Ríkisstjórn hægriflokkanna kýs frekar ófrið og upplausn en frið og samvinnu í nær öllum málum. Gott dæmi um það er hvernig minnast skal 100 ára afmælis fullveldis landsins. Það ætti að vera tiltögulega auðvelt og einfalt að gera það. Besta leiðin er auðvitað að fá sem flesta að öllum undirbúningi og ákvarðanatöku og laða fram sjónarmið sem flestra. Sem sagt: Dæmigert mál sem hægt er að vinna saman, óháð pólitískum skoðunum þeirra sem að koma.
En þess í stað tók forsætisráðherra málið að sér einn og sér. Út úr því kom svo vond tillaga að hún fæst ekki afgreidd í þingflokki sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur ríkisstjórninni tekist að gera algjörlega ópólitískt mál að deilumáli, ekki aðeins á milli stjórnarflokkanna heldur einnig á milli meirihluta og minnihluta þingsins.
Hvernig er hægt að stjórna svona illa? Hvernig er hægt að klúðra svo einföldu máli? Hvers vegna þarf þetta fólk að stofna til illdeilna um öll mál?
Og það sem meira er:
Hvað geta þeir sem ekki geta haldið skammlaust upp á afmæli?