Hrollköld skilaboð frá framsóknarflokknum

 Vigdís Hauksdóttir, forystumaður framsóknarflokksins á Alþingi, hélt því fram í sjónvarpsþættinum Eyjan í dag að launafólk hefði gert þegjandi samkomulag um að fara ekki í verkföll á síðasta kjörtímabili vegna þess að þá var vinstristjórn í landinu. Þar af leiðandi væru verkföll og launadeilur í dag af pólitískum rótum runnar og beindust því fyrst og síðast að ríkisstjórn hægriflokkanna en ekki að því að bæta kjör almennings. Með sömu rökum gerði hún tortryggilega þá kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á vinnumarkaðinum og hæddist almennt að launafólki sem nú á í kjaradeilum.
Það voru hrollköld skilaboð sem Vigdís, fyrir hönd framsóknarflokksins, sendi launafólki í dag og vont innlegg í ástandið á vinnumarkaðinum.