Hvernig í ósköpunum ...?

Það hefur ríkt góðæri í sjávarútvegi í mörg ár.
Það hefur ríkt góðæri í ferðaþjónustunni í mörg ár.
Fyrirtæki eru almennt í betri málum nú en fyrir Hrun.
​Fjármálafyrirtækin eru flest í góðum málum.
Ríkissjóði var bjargað frá gjaldþroti og rekstur ríkisins að nálgast jafnvægi.
Atvinnuleysi á Íslandi er minna en í flestum öðrum löndum. 
Hagur almennings hefur farið hægt batnandi frá Hruni.
Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt.
Hagur efnamesta fólksins er betri en oftast áður.
Fasteignaverð er á hraðri uppleið.
Verðbólga er lægri en verið hefur lengst af í sögu lýðveldisins.
Ytri aðstæður hafa verið okkur hliðhollar á síðustu árum eftir erfitt tímabil.

Samt tók það ríkisstjórn hægriflokkanna ekki nema eitt og hálft ár að setja samfélagið allt í slíkt uppnám að fá dæmi eru um frá fyrri tíð, ef nokkur.
Hvernig  fóru menn að því að klúðra málum svo rækilega?
Hvernig í ósköpunum er þetta hægt?