Svo undan svíður

Þeir eru til sem trúa því að sjóðheitar yfirlýsingar forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta hafi verið mikil tíðindi og hann standi traustum fótum með þær. Aðrir, eins og t.d. fjármálaráðherra, eru á öðru máli. Snyrtilega orðað lagði fjármálaráðherra formann framsóknarflokksins á hné sér í dag og rassskellti hann kurteislega vegna framgöngu hans. Þó svo þannig að undan svíður.
Gjáin á milli þeirra tveggja í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar er bæði djúp og breið og ágreiningur þeirra á milli verður augljósari með degi hverjum. Það styttist í að eitthvað láti undan.
Líklega framsókn.
Vonandi framsókn.